Fólk sem vill fara í nálastungumeðferð hugsar öðruvísi um
heilsuna en venja er í þessum heimshluta. Í líf- og læknisfræði eins og við
þekkjum er ekkert sem jafngildir hugmyndinni um Qi og orkubrautir líkamans.
Nálastungufræðin hafa umbylt grunnhugmyndum vestrænnar læknisfræði og minna á
það að ekki er bara ein leið til að skoða heiminn.
Róandi áhrif
Fyrstu áhrif nálastungumeðferðar á líkamann, meðan nálarnar
eru enn í og strax á eftir eru róandi, slakandi áhrif en þar á eftir fylgir
meiri orka sem getur varað næstu daga jafnvel vikur. Hugurinn róast og þú
verður hæfari að takast á við streitu hversdagsins.
Tengslin við náttúruna og áhrif á vitundina
Heimspeki nálastungufræðanna lítur á manneskjuna sem örheim
í víðáttunni sem umlykur hana. Veðráttan og þær breytingar sem fylgja
árstíðunum hafa áhrif á greiningu og meðferð. Þegar farið er að hugsa um heilsu
með þessi atriði í huga og menn átta sig á hve tengslin milli manns og náttúru
eru náin er það hvatning til að kynnast þessu sambandi betur.
Maðurinn er þríein heild, hugur, líkami og sál. Einn þáttur
í ójafnvægi hefur áhrif á heildina. Tilfinningalegt ójafnvægi getur komið niður
á framkvæmdaorkunni. Með því að reyna að sjá sig sem heildrænt samtengt kerfi
verður auðveldara skilja þetta. Nálastungufræðin jafnhliða meðferð víkka
vitundina um það sem hugsanlega getur haft áhrif á líkamlega og tilfinningalega
heilsu þína.
*
Nálastungur geta verið mjög árangursrík aðferð í að leysa svefnvandamál
og að vera í nálastungumeðferð mun fá þig til að hugsa öðruvísi um mat. Hvort
heldur þú ert á steinaldarfæði eða grænmetis, með glúten- eða mjólkuróþol eða
þolir allan mat þá verður hægt að hjálpa þér með að velja hvort t.d. heitur eða
kaldur matur passi þér betur og þetta getur verið árstíðabundið.
*
Hefðbundin læknisfræði vesturlanda er ,,annaðhvort -
eða", annaðhvort ertu heilbrigður eða veikur, annaðhvort erum við glöð aða
þunglynd, merkimiðarnir eru PLÚS eða MÍNUS, en á milli þessara póla eiga sér
stað breytingar, stundum vel merkjanlegar, stundum minna. Nálastungumeðferð
vinnur á þessu svæði og kennir okkur að taka eftir og bregðast við þessum
breytingum innra með okkur og umhverfis okkur. Bara að taka eftir þessu er
árangur og kennir okkur að þekkja líkamann og viðbrögð hans.
Það er ekki alltaf auðvelt að mæla með nálastungum þótt
sífellt fleiri hafi kynnst þeim og enn fleiri sem vilja gjarnan prófa. Flestir
læknar líta á okkar hefðbundnu vestrænu heilsugæslu sem hina einu sönnu og það sama
gildir trúlega um flesta fjölskyldumeðlimi, vini og samstarfsfélaga.
Linnulausar auglýsingar lyfjaauðhringanna ýta undir þetta viðhorf. Það krefst
hugrekkis að fara á móti straumnum og í fyrstu kann þessi leið að virðast
torsóttari til bættrar heilsu en þegar upp er staðið getur hún gefið mest. Við
höfum yfir að ráða öllum þeim tækjum og tólum sem við þurfum til að láta okkur
líða vel, samt fer eitthvað úrskeiðis og nálastungumeðferð er til að minna
líkamann á gera það sem hann veit og kann best, sem er að virkja eigin
lækningamátt. Þetta þýðir samt ekki að hefðbundnar aðferðir eins og
lyfjameðferð eða skurðaðgerð eigi ekki rétt á sér, þær geta bjargað lífi. Það
sem þetta merkir er að þín heilsa er undir þér komin og þegar kemur að því að
bæta líkamlega og andlega heilsu þá erum við fær um að gera miklu meira en við
höldum. Með því að nota meðferð eins og nálastungur og önnur skyld orkuverkfæri
erum við að örva meðfædda heilandi hæfileika okkar og jafnframt gera
yfirlýsingu um að þú trúir á sjálfan þig.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli