
Ef læknir segir við sjúkling að sjúkdómurinn sé því miður ólæknanlegur er læknirinn að slökkva alla von og ,,boðskapurinn" tekur á sig form neikvæðrar orku í huga sjúklingsins og skerðir sjálfsheilunarkraft líkamans og þar með batavonina. Þetta gerir læknirinn auðvitað ekki af illmennsku, heldur af vanþekkingu. Það er talað um að við sjö ára aldur séu 90% undirmeðvitundarinnar forrituð, sem þýðir að við höfum tileinkað okkur það sem fyrir okkur er haft. Við höfum lært að tala, ganga, hugsa, meðtekið hluti sem eru nauðsynlegir til að komast af, þessi forritun mun hafa áhrif hvort við munum ná árangri í lífinu. Viðhorf okkar

Ef við verðum svo ekki sátt við þessi viðhorf seinna í lífinu.
Rannsóknir sína að það tekur 21 dag að endurforrita undirmeðvitundina og breyta gömlum venjum og að þetta verður aðeins gert með meðvituðu átaki. Það er mikilvægt að vita að þetta er hægt og hvernig á að fara að þegar kemur að því að breyta viðhorfinu um að til séu ólæknandi sjúkdómar og önnur þau viðhorf sem okkur hafa verið innprentuð en seinni tíma reynsla hefur kennt okkur að séu röng.Frumulíffræðingurinn Bruce Lipton
sýnir fram á í bók sinni The Biology of Belief hvernig hugsanir okkar og tilfinningar hafa áhrif á hverja einust frumu og hvernig þær ásamt umhverfisþáttum geta breytt þeim litningum sem við fáum í arf. Sjúkdómagen sem koma frá móður eða föður eru þarna en þurfa ekki að verða virk ef við viljum það ekki Þegar eg var að læra líffræði var okkur kennt að erfðamengið eða litningarnir stjórnuðu ÖLLU þar á meðal heilsunni og að utanaðkomandi áhrif hefðu ekkert að segja. Eg veit ekki til að nokkuð hafi breyst í líffræðikennslu þótt fræðigreinin Epigenetics hafi sannað sig.Sannfæring um eitthvað og vissa fyrir einhverju eru hugsanir sem eru fast skorðaðar í undirmeðvitundinn
þeim verður ekki breytt svo auðveldlega, meðvitundin er sífellt á verði og reynir að koma í veg fyrir breytingar. Með einbeitningu og stöðugt jákvæðum fullyrðingum er það þó mögulegt ef viðkomandi er í andlegu og líkamlegu jafnvægi. Eldon Taylor er doktor í klinískri sálfræði hefur fundið leið að undirmeðvitundinni og framhjá hinni ströngu gæslu meðvitundarinnarAðferð hans er örugg og áhrifamikið og sú eina sem hefur fengið vottun hjá óháðum rannsóknaraðilum. Lýsing á tækninni og lista um rannsóknir má sjá hér.
Afstaða meðferðaraðila hvort heldur hefðbundinn eða óhefðbundinn hefur úrslitaáhrif.
Árið 1994 fengu 14 manns með krabbamein á lokastigi afhent sérstakt hljóðprógramm fyrir krabbameinssjúka, en allri meðferð hafði verið hætt, Bæði sjúklingur og læknir þurftu að svara að hve miklu leyti þeir töldu að hugurinn hefði áhrif á batahorfur. Mjög mikil áhrif, einhver áhrif eða engin áhrif. Tilraunin stóð í 42 mánuði og sjúklingarnir áttu að hlusta eins oft og þeir gátu komið því við. Eftir þessa 42 mánuði voru 8 dánir en 6 lifðu eða 43% sem voru á batavegi. Svona rannsókn hafði ekki verið gerð áður og því ekki hægt að gera samanburð. Það sem er þó merkilegt við þessa tilraun var ekki bara bati þeirra 6 sem höfðu verið sendir heim til að deyja, heldur einnig og ekki síst samanburður á svörum frá þeim og læknum þeirra við spurningunni um hugaráhrif á sjúkdóminn og batahorfur. Þar sem bæði sjúklingur og læknir voru sammála um að viðhorf og hugsun skiptu mjög miklu máli, voru allir á batavegi, ef lækninum fannst viðhorfið skipta mjög miklu en sjúklingurinn var hlutlaus eða neikvæður þá var útkoman blönduð, en þar sem læknirinn var hlutlaus eða neikvæður þá dóu allir og skipti þá afstaða sjúklingsins engu.Ef draga á einhvern lærdóm af þessu má segja að læknir/meðferðaraðili sem er áhugalítill um framför og bata þeirra sem leita til hans eigi að fá reisupassann.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli